Viðskipti erlent

Hobbitinn veldur uppsveiflu á Nýja Sjálandi

Nýjar tölur frá ferðamálastofu Nýja Sjálands sýna að ferðamönnum sem koma til landsins fjölgaði um 10% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi aukning er að mestu tilkomin vegna kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd var fyrir síðustu jól.

Í frétt um málið í breska blaðinu Telegraph segir að ferðamálastofan hafi kannað sérstaklega meðal ferðamanna af hverju þeir kæmu til Nýja Sjálands og í 8,5% tilvika var það eingöngu til að skoða staðina þar sem The Hobbit var tekin upp.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins komu yfir hálf milljón ferðamanna til Nýja Sjálands en íbúar landsins eru 4,2 milljónir talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×