Nissan Juke næstum vann Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 12:46 Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent
Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent