Porsche 356 ekinn 1,6 milljón kílómetra og enn ekið daglega Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2013 08:45 Porsche 356 bíllinn, fagurblár og enn í stuði Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent
Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent