Porsche 356 ekinn 1,6 milljón kílómetra og enn ekið daglega Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2013 08:45 Porsche 356 bíllinn, fagurblár og enn í stuði Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent