Helmingur ársframleiðslu Jaguar F-Type seldur Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 11:45 Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent
Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent