Enn einn nýr frá Audi Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2013 16:15 Audi A3 Það telst vart til tíðinda að Audi hugi að nýrri gerð bíls, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað mjög og á næstu árum mun sú þróun halda hressilega áfram. Síðustu fréttir eru af svokölluðum MPV (Multi Purpose Vehicle) bíl sem byggður yrði á grunni A3 bílsins en væri með tuttugu sentimetra lengra bil milli öxla. Bílar af þessari gerð hafa oft verið kallaðir strumpastrætóar því þeir þykja henta vel barnmörgum fjölskyldum. Þessum nýja bíl yrði ætlað að keppa við Mercedes Benz B-Class og BMW Concept Active Tourer. Audi er ekkert að drolla við framleiðslu þessa bíls en hann á að verða í boði strax á næsta ári. Er það að vonum þar sem bíllinn verður að mestu byggður á A3 bílnum og þróunarvinna því lítil við framleiðslu hans. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Það telst vart til tíðinda að Audi hugi að nýrri gerð bíls, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað mjög og á næstu árum mun sú þróun halda hressilega áfram. Síðustu fréttir eru af svokölluðum MPV (Multi Purpose Vehicle) bíl sem byggður yrði á grunni A3 bílsins en væri með tuttugu sentimetra lengra bil milli öxla. Bílar af þessari gerð hafa oft verið kallaðir strumpastrætóar því þeir þykja henta vel barnmörgum fjölskyldum. Þessum nýja bíl yrði ætlað að keppa við Mercedes Benz B-Class og BMW Concept Active Tourer. Audi er ekkert að drolla við framleiðslu þessa bíls en hann á að verða í boði strax á næsta ári. Er það að vonum þar sem bíllinn verður að mestu byggður á A3 bílnum og þróunarvinna því lítil við framleiðslu hans.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent