Viðskipti erlent

Samdrátturinn á evrusvæðinu staðfestur

Nýjar hagtölur staðfesta að evrusvæðið situr fast í lengsta samdráttarskeiði svæðisins síðan að evrunni var komið á laggirnar árið 1999.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að neikvæður hagvöxtur hafi nú verið á evrusvæðinu sex ársfjórðunga í röð.

Samanlagt varð samdráttur upp á 0,2% í þeim 17 löndum sem mynda evrusvæðið á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við ársfjórðunginn á undan. Miðað við sama tímabil í fyrra nemur samdrátturinn 1,1%. Þar með hefur landsframleiðslan í heild á svæðinu skroppið saman um 1,4% frá fjórða ársfjórðungi árið 2011.

Sérfræðingar gera ráð fyrir að samdrátturinn á evrusvæðinu haldi áfram úr þetta ár. Evrópski seðlabankinn spáir því að landsframleiðsla svæðisins dragist saman um 0,5%, framkvæmdastjórn ESB reiknar með 0,4% samdrætti og OECD telur að hann verði 0,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×