Afmælisútgáfa Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 13:15 Svona mun afmælisútgáfan líta út Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent
Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent