Ford EcoBoost vél ársins öðru sinni Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2013 09:51 Ford 1,0 l. EcoBoost vél í Focus Líkt og í fyrra hefur 1,0 lítra EcoBoost vélin frá Ford verið valin vél ársins í heiminum. Það eru 87 bílablaðamenn frá 35 löndum sem hafa atkvæðisrétt í þessu kjöri. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem sami bílaframleiðandi vinnur tvö ár í röð. Að auki var kjörið svo afgerandi að þessu sinni að aldrei áður hefur sigurvegarinn hlotið fleiri stig í kjörinu, sem farið hefur fram í 15 ár. Þessi eins lítra EcoBoost vél Ford skilar 123 hestöflum, sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Þessari hestaflatölu skilar vélin að auki á mjög breiðu snúningssviði, eða frá 1.400 til 4.500 snúningum. Smæð vélarinnar og hversu létt hún er hjálpar líka akstureiginleikum þeirra bíla sem þessi vél er sett í. Þeir verða mjög léttir að framan fyrir vikið. Þessa ofurléttu en öflugu vél má nú finna í einum 5 gerðum Ford bíla, Fiesta, Focus, B-Max, C-Max og Grand C-Max. Ford áformar að setja hana að auki í gerðirnar Mondeo, EcoSport, Transit Connect, Transit Courier og Tourneo Courier og verða gerðirnar þá 10. Það kemur því ekki á óvart að slegið hafi verið í bykkjuna í framleiðslu hennar í vélaverksmiðju Ford í Köln. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Líkt og í fyrra hefur 1,0 lítra EcoBoost vélin frá Ford verið valin vél ársins í heiminum. Það eru 87 bílablaðamenn frá 35 löndum sem hafa atkvæðisrétt í þessu kjöri. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem sami bílaframleiðandi vinnur tvö ár í röð. Að auki var kjörið svo afgerandi að þessu sinni að aldrei áður hefur sigurvegarinn hlotið fleiri stig í kjörinu, sem farið hefur fram í 15 ár. Þessi eins lítra EcoBoost vél Ford skilar 123 hestöflum, sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Þessari hestaflatölu skilar vélin að auki á mjög breiðu snúningssviði, eða frá 1.400 til 4.500 snúningum. Smæð vélarinnar og hversu létt hún er hjálpar líka akstureiginleikum þeirra bíla sem þessi vél er sett í. Þeir verða mjög léttir að framan fyrir vikið. Þessa ofurléttu en öflugu vél má nú finna í einum 5 gerðum Ford bíla, Fiesta, Focus, B-Max, C-Max og Grand C-Max. Ford áformar að setja hana að auki í gerðirnar Mondeo, EcoSport, Transit Connect, Transit Courier og Tourneo Courier og verða gerðirnar þá 10. Það kemur því ekki á óvart að slegið hafi verið í bykkjuna í framleiðslu hennar í vélaverksmiðju Ford í Köln.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent