Mengunarbúnaður sjúkrabíls olli dauða sjúklings Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2013 08:30 Sjúklingurinn dó í sjúkrabílnum eftir að hann drap á sér Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent