Dýr bílfarmur fuðrar upp Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2013 08:45 Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent