Dubai lögreglan fær Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 11:11 Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent