Settu saman eigin bíl á 12 tímum 22. maí 2013 10:30 Hinn einfaldi OX Þeir sem eru vanir að kaupa húsgögn í IKEA og setja þau saman sjálf gætu hæglega sett saman þenna bíl. Hann kemur semsagt ósamsettur og það tekur þrjá aðeins 12 tíma að setja hann saman. Flott helgarjobb. Bíllinn ber heitið OX og er bresk hönnun. Það tekur einungis 5,4 klukkutíma að smíða hann hjá framleiðandanum. OX er með stýrið í miðjunni en getur tekið allt að 13 manns, eða þrjár EURO pallettur af vörum. Bíllinn er með 2,2 lítra dísilvél og beinskiptingu. Hann vegur 1,7 tonn og 73% þyngdarinnar hvílir á framöxlinum, en þegar hann er hlaðinn hvíla enn 53% þar. Bíllinn hefur flutningsgetu uppá 2,2 tonn og getur farið í 76 sentimetra hátt vatn. Hann passar vel í einn gám ósamansettur og því þægilegur í flutningum. Ef eitthvað í bílnum skemmist eða bilar er ákaflega auðvelt að skipta sjálfur um hlutinn. Hugsaður fyrir Afríku Smíði bílsins er ekki síst hugsuð fyrir Afríkumarkað, þar sem ekki er mikið fyrir af bílum og kaupgeta lítil. Hönnun hans ber glöggt merki um þarfir Afríkubúa og þar gæti hann selst best. Engu að síður gæti orðið góð eftirspurn eftir OX hjá bændum í Evrópu sem þurfa einmitt á svona vinnuhestum að halda við sín störf. Hugmyndasmiður bílsins er Sir Torquil Norman, stofnandi Norman sjóðsins sem þekktur er fyrir að bjarga niðurníddum þekktum húsum. Norman er hinsvegar einnig mjög umhugað um þarfir íbúa í Afríku og hefur komið að fleiri framfaraverkefnum þar. Hann hefur lagt til 300 milljónir króna til að búa til þetta fyrsta eintak bílsins, en þarf um 600 milljónir til viðbótar til að flytja bílinn yfir á framleiðsluhæft stig. Við vonum bara að það takist hjá Norman. Ekki er ljóst hvað bíllinn mun kosta, en ódýr á hann að verða. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent
Þeir sem eru vanir að kaupa húsgögn í IKEA og setja þau saman sjálf gætu hæglega sett saman þenna bíl. Hann kemur semsagt ósamsettur og það tekur þrjá aðeins 12 tíma að setja hann saman. Flott helgarjobb. Bíllinn ber heitið OX og er bresk hönnun. Það tekur einungis 5,4 klukkutíma að smíða hann hjá framleiðandanum. OX er með stýrið í miðjunni en getur tekið allt að 13 manns, eða þrjár EURO pallettur af vörum. Bíllinn er með 2,2 lítra dísilvél og beinskiptingu. Hann vegur 1,7 tonn og 73% þyngdarinnar hvílir á framöxlinum, en þegar hann er hlaðinn hvíla enn 53% þar. Bíllinn hefur flutningsgetu uppá 2,2 tonn og getur farið í 76 sentimetra hátt vatn. Hann passar vel í einn gám ósamansettur og því þægilegur í flutningum. Ef eitthvað í bílnum skemmist eða bilar er ákaflega auðvelt að skipta sjálfur um hlutinn. Hugsaður fyrir Afríku Smíði bílsins er ekki síst hugsuð fyrir Afríkumarkað, þar sem ekki er mikið fyrir af bílum og kaupgeta lítil. Hönnun hans ber glöggt merki um þarfir Afríkubúa og þar gæti hann selst best. Engu að síður gæti orðið góð eftirspurn eftir OX hjá bændum í Evrópu sem þurfa einmitt á svona vinnuhestum að halda við sín störf. Hugmyndasmiður bílsins er Sir Torquil Norman, stofnandi Norman sjóðsins sem þekktur er fyrir að bjarga niðurníddum þekktum húsum. Norman er hinsvegar einnig mjög umhugað um þarfir íbúa í Afríku og hefur komið að fleiri framfaraverkefnum þar. Hann hefur lagt til 300 milljónir króna til að búa til þetta fyrsta eintak bílsins, en þarf um 600 milljónir til viðbótar til að flytja bílinn yfir á framleiðsluhæft stig. Við vonum bara að það takist hjá Norman. Ekki er ljóst hvað bíllinn mun kosta, en ódýr á hann að verða.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent