Audi framúr BMW í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. maí 2013 08:45 Audi Q3 jepplingurinn Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins. Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins.
Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent