Á 263 km hraða á reiðhjóli Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2013 17:20 Nýtt hraðaheimsmet á reiðhjóli var sett í Frakklandi um helgina og náði Francois Gissy 263 kílómetra hraða. Þessum hraða er að sjálfsögðu ekki hægt að ná með því einu að stíga hjólið fast, heldur naut hann öflugrar eldflaugar sem komið var fyrir á hjólinu. Eldflaugin, sem var smíðuð í Sviss, var með fljótandi vetnisperoxíði sem var undir miklum þrýstingi í flauginni. Í myndskeiðinu sést hversu hratt hjólið fer og ekki síður hve gríðahröð upptaka þess er með þessa eldflaug. Öflugur sportbíll sést reyna að fylgja hjólinu, en það tekst honum engan veginn. Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent
Nýtt hraðaheimsmet á reiðhjóli var sett í Frakklandi um helgina og náði Francois Gissy 263 kílómetra hraða. Þessum hraða er að sjálfsögðu ekki hægt að ná með því einu að stíga hjólið fast, heldur naut hann öflugrar eldflaugar sem komið var fyrir á hjólinu. Eldflaugin, sem var smíðuð í Sviss, var með fljótandi vetnisperoxíði sem var undir miklum þrýstingi í flauginni. Í myndskeiðinu sést hversu hratt hjólið fer og ekki síður hve gríðahröð upptaka þess er með þessa eldflaug. Öflugur sportbíll sést reyna að fylgja hjólinu, en það tekst honum engan veginn.
Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent