Ljúfur fjölnotabíll Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 10:30 Kia Carens Reynsluakstur – Kia CarensMeð tilkomu nýs Kia Carens er Peter Schreyer, aðalhönnuður Kia, búinn að teikna uppá nýtt allar gerðir Kia og ekki er annað hægt að segja en honum hafi tekist afar vel upp. Nýr Kia Carens leysir ekki bara af eldri gerð Carens, heldur einnig Kia Sedona, sem beint var mest á Bandaríkjamarkað. Kia Carens er í flokki margnotabíla (Multi Purpose Van, MPV) og slíkir bílar hafa grínaktugt verið kallaðir strumpastrætóar. Þeir eru yfirleitt með þriðju sætaröðinni og taka flestir 7 farþega. Það á einnig við þennan bíl. Kia Carens kemur nú af fjórðu kynslóð og guð hvað hann hefur fríkkað! Það verður seint sagt um forvera hans að þeir hafi verið fyrir augað. Þeir voru líklega allir á bilinu ljótir til forljótir. Nú eru breyttir tímar og það hefur tekist, sem reynist svo mörgum hönnuðum erfitt, að teikna bíl með MPV-formi sem ekki er ljótur, þó hann komist ekki nálægt Kia Optima í fegurð. Dugandi dísilvél sem hentar bílnum vel Nýr Kia Carens er alveg nýr bíll, fær nýjan undirvagn og nýjar vélar. Hann er minni er forverinn en samt er hjólhafið lengra. Sá Carens sem seldur er hér á landi er með 1,7 lítra dísilvél, sem einnig má finna í Kia Optima. Þetta er afar vel heppnuð vél og svei mér þá ef hún gerir ekki bara betri hluti í Carens en Optima, annaðhvort vegna þess að Kia hefur bætt hana enn meira, eða vegna þess að Carens er léttari bíll en Optima. Hún að minnsta kosti gerir meira en að duga þessum bíl, hann er bara ári öflugur og fyrir vikið verður aksturinn ánægjulegri. Það er almennt ekki hægt að gera miklar kröfur um akstureiginleika í MPV-bílum, en þeir koma þó á óvart í þessum bíl, en það verður samt seint hægt að gera slíka bíla sportlega í akstri. Bíllinn undirstýrir aðeins, eins og búast mátti við. Hann er þó ferlega lipur og ljúfur í innanbæjarakstrinum og einn sá besti sem undirritaður hefur prófað af fjölnotabílum og keppir þar á jafnréttisgrundvelli við Ford C-Max. Reynsluakstursbíllinn var beinskiptur með 6 gíra og reyndist hún ágæt, en þar sem mjög stutt er á milli gíra er ökumaður alltaf að hræra í gírunum og fyrsti gírinn er örstuttur. Beygjuradíusinn er góður og þar sem Carens er ekki svo stór bíll þrátt fyrir að vera fjölnotabíll stendur hann sig vel í borgarumferðinni. Ekki skaðar að hann er með stórar hurðir og aðgengi því gott í aftari raðirnar. Sjö manna þó nettur sé Að innan er Carens allur breyttur til batnaðar og þó svo hún sé einföld og án íburðar er notagildið gott, hún er greinilega vel smíðuð en efnisvalið einkennist þó nokkuð af hörðu plasti. Það er kannski ágætt í ljósi þess hvernig svona bílar eru notaðir, mest af fjölmennum fjölskyldum og þannig bílar eiga að standast vægðarlausan umgang smáfólksins. Ágætur snertiskjár setur flottan svip á mælaborðið. Miðjusætaröðin er á sleðum, mikill kostur því ef þar eru fullorðnir má færa hana aftur, en ef mikið af smáfólki er í bílnum má auka fótarýmið í öftustu röðinni fyrir meira af smáfólki. Aftasta röðin er niðurfellanleg og hún fellur svo neðarlega að gólfið í flutningsrýminu verður alveg flatt og þá skapast líka heilmikið pláss fyrir farangur, enda skottið þá orðið tæpir 500 lítar. Það var aldeilis reynt í langri ferð út á land og heilt reiðhjól var sett ofan á allan farangur 5 farþega, sem reyndist auðvelt ef hjól þess voru tekin af. Sterkur keppinautur í flokki fjölnotabíla Kia Carens er velkominn bíll í sinn flokk og keppir við bíla eins og Ford C-Max, Toyota Verso, Peugeot 3008 og 5008. Hér er kominn sterkur keppnautur sem vert er að skoða fyrir barnmargar fjölskyldur eða bara hvern þann sem vill hafa þann möguleika að taka marga farþega. Nýr Carens er eyðslugrannur bíll með mjög góðri vél og þar sem hann er greinilega vel smíðaður má búast við ódýrum rekstri hans í heild og ef eitthvað klikkar er gott að vita af því að hann er með 7 ára ábyrgð eins og allir aðrir Kia bílar. Kostir: Mikið notagildi, góð vél, vel smíðaður Ókostir: Öftustu sæti bara fyrir börn, stutt á milli gíra 1,7 dísilvél með forþjöppu, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 132 g/km CO2 Hröðun: 10,4 sek. Hámarkshraði: 191 km/klst Verð: 4.990.777 kr. Umboð: Askja Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent
Reynsluakstur – Kia CarensMeð tilkomu nýs Kia Carens er Peter Schreyer, aðalhönnuður Kia, búinn að teikna uppá nýtt allar gerðir Kia og ekki er annað hægt að segja en honum hafi tekist afar vel upp. Nýr Kia Carens leysir ekki bara af eldri gerð Carens, heldur einnig Kia Sedona, sem beint var mest á Bandaríkjamarkað. Kia Carens er í flokki margnotabíla (Multi Purpose Van, MPV) og slíkir bílar hafa grínaktugt verið kallaðir strumpastrætóar. Þeir eru yfirleitt með þriðju sætaröðinni og taka flestir 7 farþega. Það á einnig við þennan bíl. Kia Carens kemur nú af fjórðu kynslóð og guð hvað hann hefur fríkkað! Það verður seint sagt um forvera hans að þeir hafi verið fyrir augað. Þeir voru líklega allir á bilinu ljótir til forljótir. Nú eru breyttir tímar og það hefur tekist, sem reynist svo mörgum hönnuðum erfitt, að teikna bíl með MPV-formi sem ekki er ljótur, þó hann komist ekki nálægt Kia Optima í fegurð. Dugandi dísilvél sem hentar bílnum vel Nýr Kia Carens er alveg nýr bíll, fær nýjan undirvagn og nýjar vélar. Hann er minni er forverinn en samt er hjólhafið lengra. Sá Carens sem seldur er hér á landi er með 1,7 lítra dísilvél, sem einnig má finna í Kia Optima. Þetta er afar vel heppnuð vél og svei mér þá ef hún gerir ekki bara betri hluti í Carens en Optima, annaðhvort vegna þess að Kia hefur bætt hana enn meira, eða vegna þess að Carens er léttari bíll en Optima. Hún að minnsta kosti gerir meira en að duga þessum bíl, hann er bara ári öflugur og fyrir vikið verður aksturinn ánægjulegri. Það er almennt ekki hægt að gera miklar kröfur um akstureiginleika í MPV-bílum, en þeir koma þó á óvart í þessum bíl, en það verður samt seint hægt að gera slíka bíla sportlega í akstri. Bíllinn undirstýrir aðeins, eins og búast mátti við. Hann er þó ferlega lipur og ljúfur í innanbæjarakstrinum og einn sá besti sem undirritaður hefur prófað af fjölnotabílum og keppir þar á jafnréttisgrundvelli við Ford C-Max. Reynsluakstursbíllinn var beinskiptur með 6 gíra og reyndist hún ágæt, en þar sem mjög stutt er á milli gíra er ökumaður alltaf að hræra í gírunum og fyrsti gírinn er örstuttur. Beygjuradíusinn er góður og þar sem Carens er ekki svo stór bíll þrátt fyrir að vera fjölnotabíll stendur hann sig vel í borgarumferðinni. Ekki skaðar að hann er með stórar hurðir og aðgengi því gott í aftari raðirnar. Sjö manna þó nettur sé Að innan er Carens allur breyttur til batnaðar og þó svo hún sé einföld og án íburðar er notagildið gott, hún er greinilega vel smíðuð en efnisvalið einkennist þó nokkuð af hörðu plasti. Það er kannski ágætt í ljósi þess hvernig svona bílar eru notaðir, mest af fjölmennum fjölskyldum og þannig bílar eiga að standast vægðarlausan umgang smáfólksins. Ágætur snertiskjár setur flottan svip á mælaborðið. Miðjusætaröðin er á sleðum, mikill kostur því ef þar eru fullorðnir má færa hana aftur, en ef mikið af smáfólki er í bílnum má auka fótarýmið í öftustu röðinni fyrir meira af smáfólki. Aftasta röðin er niðurfellanleg og hún fellur svo neðarlega að gólfið í flutningsrýminu verður alveg flatt og þá skapast líka heilmikið pláss fyrir farangur, enda skottið þá orðið tæpir 500 lítar. Það var aldeilis reynt í langri ferð út á land og heilt reiðhjól var sett ofan á allan farangur 5 farþega, sem reyndist auðvelt ef hjól þess voru tekin af. Sterkur keppinautur í flokki fjölnotabíla Kia Carens er velkominn bíll í sinn flokk og keppir við bíla eins og Ford C-Max, Toyota Verso, Peugeot 3008 og 5008. Hér er kominn sterkur keppnautur sem vert er að skoða fyrir barnmargar fjölskyldur eða bara hvern þann sem vill hafa þann möguleika að taka marga farþega. Nýr Carens er eyðslugrannur bíll með mjög góðri vél og þar sem hann er greinilega vel smíðaður má búast við ódýrum rekstri hans í heild og ef eitthvað klikkar er gott að vita af því að hann er með 7 ára ábyrgð eins og allir aðrir Kia bílar. Kostir: Mikið notagildi, góð vél, vel smíðaður Ókostir: Öftustu sæti bara fyrir börn, stutt á milli gíra 1,7 dísilvél með forþjöppu, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 132 g/km CO2 Hröðun: 10,4 sek. Hámarkshraði: 191 km/klst Verð: 4.990.777 kr. Umboð: Askja
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent