Nýr Peugeot 308 á að keppa við Golf Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 14:15 Franski bílasmiðurinn Peugeot telur ástæðulaust að eftirláta Volkswagen Golf um sviðsljósið og söluna í sínum stærðarflokki og beinir nú nýjum Peugeot 308 beint að sjöundu kynslóð Golfsins. Hann er mjög svipaður að stærð en virðist samt stækkuð útgáfa af nýjum Peugeot 208 sem kom á markað í fyrra. Bíllinn er allur hinn fríðasti og um hann leika laglegar línur. Grillið er stórt og LED framlugtirnar langar og sportlegar. Að innan má segja að bíllinn sé “minimalískur”, eða sveipaður naumhyggju. Kappkostað hefur verið að fækka tökkum en í stað þeirra er stór 9,7 tommu aðgerðaskjár þar sem stjórna má flestu í bílnum. Burstað stál og króm er áberandi inní bílnum. Léttist um 140 kílóPeugeot er byggður á EMP2 undirvagninum sem einnig verður notaður í Citroën C4 Picasso, en hann er mjög léttur en sterkbyggður og er úr hástyrktarstáli og magnesíum. Ekki síst þess vegna hefur Peugeot 308 lést um 140 kíló frá forvera sínum, Peugeot 307. Ekki er ljóst hvaða vélar bjóðast í 308. Hann verður fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í September og kemur væntanlega á markað fljótlega eftir það. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent
Franski bílasmiðurinn Peugeot telur ástæðulaust að eftirláta Volkswagen Golf um sviðsljósið og söluna í sínum stærðarflokki og beinir nú nýjum Peugeot 308 beint að sjöundu kynslóð Golfsins. Hann er mjög svipaður að stærð en virðist samt stækkuð útgáfa af nýjum Peugeot 208 sem kom á markað í fyrra. Bíllinn er allur hinn fríðasti og um hann leika laglegar línur. Grillið er stórt og LED framlugtirnar langar og sportlegar. Að innan má segja að bíllinn sé “minimalískur”, eða sveipaður naumhyggju. Kappkostað hefur verið að fækka tökkum en í stað þeirra er stór 9,7 tommu aðgerðaskjár þar sem stjórna má flestu í bílnum. Burstað stál og króm er áberandi inní bílnum. Léttist um 140 kílóPeugeot er byggður á EMP2 undirvagninum sem einnig verður notaður í Citroën C4 Picasso, en hann er mjög léttur en sterkbyggður og er úr hástyrktarstáli og magnesíum. Ekki síst þess vegna hefur Peugeot 308 lést um 140 kíló frá forvera sínum, Peugeot 307. Ekki er ljóst hvaða vélar bjóðast í 308. Hann verður fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í September og kemur væntanlega á markað fljótlega eftir það.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent