Merkel stefnir enn að milljón rafmagnsbílum árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 08:45 BMW i3 rafmagnsbíll Þýsk stjórnvöld hafa á undanförnum árum haft það markmið að rafmagnsbílar í landinu verði 1 milljón talsins áður en þessi áratugur er á enda. Það virðist nokkuð brött brekka í ljósi þess að aðeins 3.000 slíkir seldust á síðasta ári í Þýskalandi. Engu að síður víkur kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ekki frá þessu markmiði. Forstjóri BMW, Norbert Reithofer, hefur lýst tregðu Þjóðverja til kaupa á rafmagnsbílum með orðunum „German angst“, eða þýskum ótta við þesskonar bíla og skilur ekkert í því af hverju Þjóðverjar hafa ekki tekið þeim opnum örmum. Hann telur mikla hugarfarsbreytingu þurfa að verða meðal landa sinna ef einhver möguleiki á að vera á því að standa við þetta markmið ríkisstjórnarinnar. BMW mun hefja sölu á i3 EV rafmagnbíl sínum á seinni hluta ársins og væntir forstjórinn góðra viðtaka þess bíls. Forstjóri BMW bætti því við að mikinn stuðning við þróun nýrrar tækni við framleiðslu rafmagnsbíla þyrfti til að nálgast markmiðið. Þýskir bílaframleiðendur ætla að veita 1.860 milljörðum króna til þróunar bíla sem ekki brenna hefðbundnu jarðefnaeldsneyti á næstu 4 árum. Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent
Þýsk stjórnvöld hafa á undanförnum árum haft það markmið að rafmagnsbílar í landinu verði 1 milljón talsins áður en þessi áratugur er á enda. Það virðist nokkuð brött brekka í ljósi þess að aðeins 3.000 slíkir seldust á síðasta ári í Þýskalandi. Engu að síður víkur kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ekki frá þessu markmiði. Forstjóri BMW, Norbert Reithofer, hefur lýst tregðu Þjóðverja til kaupa á rafmagnsbílum með orðunum „German angst“, eða þýskum ótta við þesskonar bíla og skilur ekkert í því af hverju Þjóðverjar hafa ekki tekið þeim opnum örmum. Hann telur mikla hugarfarsbreytingu þurfa að verða meðal landa sinna ef einhver möguleiki á að vera á því að standa við þetta markmið ríkisstjórnarinnar. BMW mun hefja sölu á i3 EV rafmagnbíl sínum á seinni hluta ársins og væntir forstjórinn góðra viðtaka þess bíls. Forstjóri BMW bætti því við að mikinn stuðning við þróun nýrrar tækni við framleiðslu rafmagnsbíla þyrfti til að nálgast markmiðið. Þýskir bílaframleiðendur ætla að veita 1.860 milljörðum króna til þróunar bíla sem ekki brenna hefðbundnu jarðefnaeldsneyti á næstu 4 árum.
Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent