Frægir flugukastarar heimsækja Ísland Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2013 00:01 Einn þeirra sem lét Hollywoodstjörnuna Brad Pitt líta vel út i myndinni A River Runs Through It verður í Veiðihorninu um helgina. Tveir af fremstu flugukösturum veraldar, þeir Jerry Siem, yfirstangahönnuður hjá Sage og Simon Gawesworth frá Rio verða á landinu um helgina. Siem og Gawesworth verða gestir árlegra Sumardaga verslunarinnar Veiðihornsins. "Við leyfum okkur að fullyrða að Jerry Siem og Simon Gawesworth eru stærstu nöfn í fluguveiðiheiminum sem komið hafa til Íslands árum saman. Það er okkur mikill heiður að fá þessa menn til landsins," segir í tilkynningu frá Veiðihorninu. Þess má geta að Jerry Siem er meðal þeirra snillinga sem eiga heiðurinn af glæsilegum fluguköstum persónu Brad Pitts og fleiri leikara í stórmyndinni A River Runs Through It. Sumardagar Veiðihornsins eru haldnir í samstarfi veiðivöruframleiðendurnar Sage, Rio og Redington. Nánar segir um Jerry Siem að hann hafi verið með fingurna í grafíti í áratugi. "Óhætt er að fullyrða að enginn veit meira um grafít og flugustangagerð en Jerry. Jerry kastar flugulínu tugi metra án þess að nota flugustöng. Maður sem getur það hefur skilning á eðlisfræðinni og veit hvað skilur á milli góðra flugustanga og annarra," segir Veiðihornið. Þá segir að Simon Gawesworth sé nafnið á bak við Rio flugulínurnar. "Simon er einn virtasti leiðbeinandi í fluguköstum í dag og hefur haldið námskeið og sýningar út um allan heim. Eftir Simon liggur frábært kennsluefni í fluguköstum bæði á bókum og DVD," segir í tilkynningu Veiðihornsins þar sem lofað er fjölmörgum öðrum uppákomum og tilboðum á Sumardögunum. Meðal annarra gesta á Sumardögum má nefna Engilbert Jensen, söngvara og fluguhnýtingameistara og Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara sem sýna mun hvernig á að heitreykja lax og silung. Stangveiði Mest lesið Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði
Tveir af fremstu flugukösturum veraldar, þeir Jerry Siem, yfirstangahönnuður hjá Sage og Simon Gawesworth frá Rio verða á landinu um helgina. Siem og Gawesworth verða gestir árlegra Sumardaga verslunarinnar Veiðihornsins. "Við leyfum okkur að fullyrða að Jerry Siem og Simon Gawesworth eru stærstu nöfn í fluguveiðiheiminum sem komið hafa til Íslands árum saman. Það er okkur mikill heiður að fá þessa menn til landsins," segir í tilkynningu frá Veiðihorninu. Þess má geta að Jerry Siem er meðal þeirra snillinga sem eiga heiðurinn af glæsilegum fluguköstum persónu Brad Pitts og fleiri leikara í stórmyndinni A River Runs Through It. Sumardagar Veiðihornsins eru haldnir í samstarfi veiðivöruframleiðendurnar Sage, Rio og Redington. Nánar segir um Jerry Siem að hann hafi verið með fingurna í grafíti í áratugi. "Óhætt er að fullyrða að enginn veit meira um grafít og flugustangagerð en Jerry. Jerry kastar flugulínu tugi metra án þess að nota flugustöng. Maður sem getur það hefur skilning á eðlisfræðinni og veit hvað skilur á milli góðra flugustanga og annarra," segir Veiðihornið. Þá segir að Simon Gawesworth sé nafnið á bak við Rio flugulínurnar. "Simon er einn virtasti leiðbeinandi í fluguköstum í dag og hefur haldið námskeið og sýningar út um allan heim. Eftir Simon liggur frábært kennsluefni í fluguköstum bæði á bókum og DVD," segir í tilkynningu Veiðihornsins þar sem lofað er fjölmörgum öðrum uppákomum og tilboðum á Sumardögunum. Meðal annarra gesta á Sumardögum má nefna Engilbert Jensen, söngvara og fluguhnýtingameistara og Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara sem sýna mun hvernig á að heitreykja lax og silung.
Stangveiði Mest lesið Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði