Lamborghini fyrir egóista Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2013 10:00 Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent
Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent