Fyrsta bílaskipið til Íslands eftir hrun Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 11:51 Chevrolet Captive jepplingar í röðum á hafnarsvæðinu Um helgina kom til landsins bílaflutningaskip með um 300 nýjum Chevrolet bílum fyrir Bílabúð Benna. Mörg ár eru síðan að flutningaskip kom til landsins aðeins hlaðið bílum. Stór hluti þessa bílafarms fer til bílaleigunnar Sixt, sem er í eigu Benna, en samt verður nóg eftir til sölu til almennings. Farmurinn kemur á besta tíma ársins því framundan er helsti sölutími nýrra bíla. Sala á Chevrolet bílum hefur farið vel af stað það sem af er ári og er markaðshlutdeild Chevrolet rúmlega 10% fyrstu fjóra mánuði ársins. Á síðustu vikum hefur Bílabúð Benna kynnt til sögunnar 4ra og 5 dyra Chevrolet Cruze í LT útgáfu sem kostar 2.990.000 kr. og Cruze LT í station útfærslu sem kostar 3.190.000 kr. Verða þeir bílar að teljast á einkar góðu verði. Chevrolet Spark heldur áfram að vera vinsælasti smábíllinn á Íslandi og er með yfir 50% markaðshlutdeild í sýnum flokki. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent
Um helgina kom til landsins bílaflutningaskip með um 300 nýjum Chevrolet bílum fyrir Bílabúð Benna. Mörg ár eru síðan að flutningaskip kom til landsins aðeins hlaðið bílum. Stór hluti þessa bílafarms fer til bílaleigunnar Sixt, sem er í eigu Benna, en samt verður nóg eftir til sölu til almennings. Farmurinn kemur á besta tíma ársins því framundan er helsti sölutími nýrra bíla. Sala á Chevrolet bílum hefur farið vel af stað það sem af er ári og er markaðshlutdeild Chevrolet rúmlega 10% fyrstu fjóra mánuði ársins. Á síðustu vikum hefur Bílabúð Benna kynnt til sögunnar 4ra og 5 dyra Chevrolet Cruze í LT útgáfu sem kostar 2.990.000 kr. og Cruze LT í station útfærslu sem kostar 3.190.000 kr. Verða þeir bílar að teljast á einkar góðu verði. Chevrolet Spark heldur áfram að vera vinsælasti smábíllinn á Íslandi og er með yfir 50% markaðshlutdeild í sýnum flokki.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent