Lögsækja “Robin Hood” stöðumælagreiðendur Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 08:45 Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent