Lögsækja “Robin Hood” stöðumælagreiðendur Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 08:45 Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent
Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent