Móðir elti barnsræningja og klessukeyrði bíl hans Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 09:15 Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent
Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent