Tæknivæddur S-Class 18. maí 2013 16:34 Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent