Viðskipti erlent

Gjaldþrotum fyrirtækja snarfækkar í Danmörku

Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku snarfækkaði í apríl miðað við fyrri mánuð eða um 30%. Alls var 331 fyrirtæki lýst gjaldþrota í apríl.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu landsins. Þar segir að þróunin hafi verið sú undanfarna þrjá mánuði, eða febrúar til apríl, að gjaldþrotum þessum hefur farið fækkandi. Fækkunin nemur 12% á þessu tímabili miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan, þ.e. nóvember til janúar.

Flest gjaldþrot eru skráð á Kaupmannahafnarsvæðinu eða 138 talsins en fæst eru þau á Norður-Jótlandi eða 20 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×