Range Rover Hybrid að koma Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 10:45 Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent