Draumur hvers lifandi manns Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2013 08:45 Audi RS4 reynsluekið í Þýskalandi og settur í 280. Reynsluakstur – Audi RS4 Nokkuð einkennileg tilfinning er að aka bíla á 280 km hraða og sjá eiginlega ekki veröldina þjóta framhjá því að slíkur hraði býr til einhverskonar göng þar sem það eitt er skýrt sem framundan er. Enda er svo sem enginn tími til að njóta útsýnis til hliðanna og að auki myrkur meðan á þessu stóð. Það þarf mikinn bíl til að ná slíkum hraða og þeir finnast í vopnabúri Audi. Einn þeirra er ekki svo stórvakinn, en hann er í stórum skóm með hratt sláandi hjarta og ber heitið Audi RS4. Þessi bíll er úlfur í sauðagæru því við fyrstu sýn er hann eins og hver annar skutbíll af minni gerðinni, örlítið lengdur fólksbíll. Þó ef betur er að gáð ber hann margt með sér sem bendir til þess að hann standi nær villidýraflokki bíla. Stórvaxin pústurrörin, úttekin brettin, vindskeiðar í stærra lagi að framan, risastórar álfelgur og hversu lágur bíllinn er á vegi bendir til þess að hann gæti verið á sterum. Líkt og Rauðhetta spurði úlfinn af hverju hann væri með svona stór eyru, munn og augu mætti spyrja RS4 af hverju hann er svona nálægt veginum, með svona stóra vél og svona risastóra bremsudiska. Má þá búast við dimmrödduðu svari sem kemur undan húddinu sem svarar öllum þessum heimskulegu spurningum rétt áður en hann hverfur manni sýnum með allt sitt hestaflastóð hinu megin sjóndeildarhringsins.Hver sem prófar spillistSvo heppinn að sitja undir stýri Audi RS4 verður maður helst við að þiggja boð um að prófa bílinn af umboðsaðila Audi hérlendis og framleiðandanum sjálfum, eða þá að eiga yfir 20 milljónir sem setja má í kaup á gripnum. Greinarskrifari naut fyrri kostsins um daginn og leikvöllurinn voru hraðbrautir sem og venjulegir sveita-, fjalla- og borgarvegir Þýskalands og Austurríkis. Raunar stóðu 4 Audi bílar til boða og fylgdu því 3 aðrir forystusauðnum RS4, þ.e. Audi A7, Audi A4 og Audi Q5 jepplingur. Eins nálægt því að breytast í óþekkt smábarn verður maður varla en að vera undir stýri RS4. Svo viljugur er hann til verksins, svo skemmtilegur er hann í akstri, og svo límdur er hann við veginn að ökumaður fær á sér ofsatrú sem engum er hollt eftir að úr bílnum er stigið.Ofurrafl og ekki til fallegra hljóðÍ vélarsal RS4 býr 4,2 lítra og átta strokka bensínvél sem skilar 450 hestöflum til allra hjóla bílsins. Allir S og RS bílar Audi eru með fjórhjóladrifi svo auðveldara sé að hemja öll þau hestöfl sem bílunum fylgja og ekki veitir reyndar af. Vélin í RS4 er afskaplega viljug að snúast og hægt er að ná í öll 450 hestöflin við 8.250 snúninga. Vélin slær út við 8.500 snúninga og var það skrítin tilfinning er hún sló snögglega af öllu afli sínu, sér sjálfri til verndar. Við vélina var tengd 7 gíra sjálfskipting með töfaldri kúplingu og því eru skiptingar RS4 ógnarhraðar. Algert konfekt fyrir eyrun var þegar slegið var úr á miklum snúningi og léttar sprengingar berast frá vélinni þegar bíllinn skipti sér í kjölfarið. Í raun var það alger dásemd að heyra frá vélinni á hvaða snúningi sem er og þetta er einn af þeim bílum sem synd er að dempa í hljóðið, en þess er að sjálfsögðu best notið með mikilli átroðslu hægri fætisins. Þrátt fyrir að RS4 sé heil 1.800 kíló er hann ekki nema 4,7 sekúndur í hundraðið og má efast verulega um að þar gefi framleiðandinn upp hárrétta tölu því hann er sneggri en það. Eyðsla bílsins er hófleg miðað við allt afl hans, eða 10,7 lítrar í blönduðum akstri.Fjölskyldubíll með ógnar akstursgetuAudi RS4 er aðeins í boði sem langbakur og segja má að RS5 fylli það tómarúm sem skortur á sedan gerð af RS4 skilur eftir. Hann er því afsprengi A4 langbaksins, en tekinn alla leið. Bíllinn er 5 sæta og með ágætu farangursrými uppá 490 lítra. Fyrir vikið er hann praktískur fjölskyldubíll í ofanálag við ógnarlega akstursgetu. Sætin í bílnum eru eins og annað gullfalleg sportsæti sem lima ökumann við bílinn og það er heldur ekkert slorlegt að sitja afturí bílnum. Innréttingin í honum er eins og búast mætti við af Audi alveg frábær og efnisnotkun alveg í toppklassa. Eitt af því sem fikta má í þar er takki fyrir akstursstillingar og þeirra sportlegust er Dynamic stillingin og þá breytist villidýrið í mannætu og hann skiptir sér sienna upp og hangir svo í gírunum að hámarkssnúningi er náð í flestum gírum. Þá er líka gaman. Audi RS4 er einn alskemmtilegast, fallegasti, öflugasti og geðveikasti bíll sem undirritaður hefur ekið. Það hlýtur að vera draumur einn að eiga slíkan bíl og eigendur hans taka örugglega lengri leiðina hvert sem farið er. Audi RS4 er ekki bíll sem selst á hverjum degi hérlendis í þessu árferði, en vonandi hefur einhver svo góðan smekk. Í Þýskalandi kostar gripurinn 78.000 Evrur, sem myndi útleggjast á rétt um 12 milljónir króna, en þá á eftir að leggja slatta vörugjöldum og hæsta söluskatt í Evrópu ofan á það, svo hætt er við að hann kosti nýjan eiganda um 20 milljónir króna eða ríflega það.Kostir:Ótrúlegt afl, frábærir aksturseiginleikar, mikið plássÓkostir:Hátt verð 4,2 bensínvél, 450 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 10,7 l./100 km í bl. akstriMengun: 249 g/km CO2Hröðun: 4,7 sek.Hámarkshraði: 280 km/klstVerð: Ekki uppgefið, en 78.000 Evrur í ÞýskalandiUmboð: HeklaFínt skottrými í kraftatröllinuPakkað vélarrými, enda 450 hestöfl Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent
Audi RS4 reynsluekið í Þýskalandi og settur í 280. Reynsluakstur – Audi RS4 Nokkuð einkennileg tilfinning er að aka bíla á 280 km hraða og sjá eiginlega ekki veröldina þjóta framhjá því að slíkur hraði býr til einhverskonar göng þar sem það eitt er skýrt sem framundan er. Enda er svo sem enginn tími til að njóta útsýnis til hliðanna og að auki myrkur meðan á þessu stóð. Það þarf mikinn bíl til að ná slíkum hraða og þeir finnast í vopnabúri Audi. Einn þeirra er ekki svo stórvakinn, en hann er í stórum skóm með hratt sláandi hjarta og ber heitið Audi RS4. Þessi bíll er úlfur í sauðagæru því við fyrstu sýn er hann eins og hver annar skutbíll af minni gerðinni, örlítið lengdur fólksbíll. Þó ef betur er að gáð ber hann margt með sér sem bendir til þess að hann standi nær villidýraflokki bíla. Stórvaxin pústurrörin, úttekin brettin, vindskeiðar í stærra lagi að framan, risastórar álfelgur og hversu lágur bíllinn er á vegi bendir til þess að hann gæti verið á sterum. Líkt og Rauðhetta spurði úlfinn af hverju hann væri með svona stór eyru, munn og augu mætti spyrja RS4 af hverju hann er svona nálægt veginum, með svona stóra vél og svona risastóra bremsudiska. Má þá búast við dimmrödduðu svari sem kemur undan húddinu sem svarar öllum þessum heimskulegu spurningum rétt áður en hann hverfur manni sýnum með allt sitt hestaflastóð hinu megin sjóndeildarhringsins.Hver sem prófar spillistSvo heppinn að sitja undir stýri Audi RS4 verður maður helst við að þiggja boð um að prófa bílinn af umboðsaðila Audi hérlendis og framleiðandanum sjálfum, eða þá að eiga yfir 20 milljónir sem setja má í kaup á gripnum. Greinarskrifari naut fyrri kostsins um daginn og leikvöllurinn voru hraðbrautir sem og venjulegir sveita-, fjalla- og borgarvegir Þýskalands og Austurríkis. Raunar stóðu 4 Audi bílar til boða og fylgdu því 3 aðrir forystusauðnum RS4, þ.e. Audi A7, Audi A4 og Audi Q5 jepplingur. Eins nálægt því að breytast í óþekkt smábarn verður maður varla en að vera undir stýri RS4. Svo viljugur er hann til verksins, svo skemmtilegur er hann í akstri, og svo límdur er hann við veginn að ökumaður fær á sér ofsatrú sem engum er hollt eftir að úr bílnum er stigið.Ofurrafl og ekki til fallegra hljóðÍ vélarsal RS4 býr 4,2 lítra og átta strokka bensínvél sem skilar 450 hestöflum til allra hjóla bílsins. Allir S og RS bílar Audi eru með fjórhjóladrifi svo auðveldara sé að hemja öll þau hestöfl sem bílunum fylgja og ekki veitir reyndar af. Vélin í RS4 er afskaplega viljug að snúast og hægt er að ná í öll 450 hestöflin við 8.250 snúninga. Vélin slær út við 8.500 snúninga og var það skrítin tilfinning er hún sló snögglega af öllu afli sínu, sér sjálfri til verndar. Við vélina var tengd 7 gíra sjálfskipting með töfaldri kúplingu og því eru skiptingar RS4 ógnarhraðar. Algert konfekt fyrir eyrun var þegar slegið var úr á miklum snúningi og léttar sprengingar berast frá vélinni þegar bíllinn skipti sér í kjölfarið. Í raun var það alger dásemd að heyra frá vélinni á hvaða snúningi sem er og þetta er einn af þeim bílum sem synd er að dempa í hljóðið, en þess er að sjálfsögðu best notið með mikilli átroðslu hægri fætisins. Þrátt fyrir að RS4 sé heil 1.800 kíló er hann ekki nema 4,7 sekúndur í hundraðið og má efast verulega um að þar gefi framleiðandinn upp hárrétta tölu því hann er sneggri en það. Eyðsla bílsins er hófleg miðað við allt afl hans, eða 10,7 lítrar í blönduðum akstri.Fjölskyldubíll með ógnar akstursgetuAudi RS4 er aðeins í boði sem langbakur og segja má að RS5 fylli það tómarúm sem skortur á sedan gerð af RS4 skilur eftir. Hann er því afsprengi A4 langbaksins, en tekinn alla leið. Bíllinn er 5 sæta og með ágætu farangursrými uppá 490 lítra. Fyrir vikið er hann praktískur fjölskyldubíll í ofanálag við ógnarlega akstursgetu. Sætin í bílnum eru eins og annað gullfalleg sportsæti sem lima ökumann við bílinn og það er heldur ekkert slorlegt að sitja afturí bílnum. Innréttingin í honum er eins og búast mætti við af Audi alveg frábær og efnisnotkun alveg í toppklassa. Eitt af því sem fikta má í þar er takki fyrir akstursstillingar og þeirra sportlegust er Dynamic stillingin og þá breytist villidýrið í mannætu og hann skiptir sér sienna upp og hangir svo í gírunum að hámarkssnúningi er náð í flestum gírum. Þá er líka gaman. Audi RS4 er einn alskemmtilegast, fallegasti, öflugasti og geðveikasti bíll sem undirritaður hefur ekið. Það hlýtur að vera draumur einn að eiga slíkan bíl og eigendur hans taka örugglega lengri leiðina hvert sem farið er. Audi RS4 er ekki bíll sem selst á hverjum degi hérlendis í þessu árferði, en vonandi hefur einhver svo góðan smekk. Í Þýskalandi kostar gripurinn 78.000 Evrur, sem myndi útleggjast á rétt um 12 milljónir króna, en þá á eftir að leggja slatta vörugjöldum og hæsta söluskatt í Evrópu ofan á það, svo hætt er við að hann kosti nýjan eiganda um 20 milljónir króna eða ríflega það.Kostir:Ótrúlegt afl, frábærir aksturseiginleikar, mikið plássÓkostir:Hátt verð 4,2 bensínvél, 450 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 10,7 l./100 km í bl. akstriMengun: 249 g/km CO2Hröðun: 4,7 sek.Hámarkshraði: 280 km/klstVerð: Ekki uppgefið, en 78.000 Evrur í ÞýskalandiUmboð: HeklaFínt skottrými í kraftatröllinuPakkað vélarrými, enda 450 hestöfl
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent