Hertar reglur bílainnflytjenda Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 13:15 Leggja þarf fram aukin gögn ef bílar koma ekki frá Evrópu Þurfa að leggja fram aukin gögn til að fá ökutæki skráð hér á landi. Fyrirhugaðar eru breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja sem í stuttu máli hefur í för með sér að innflytjendur ökutækja sem koma ekki frá Evrópu þurfa í framhaldi af gildistöku reglugerðarinnar 1. maí að leggja fram aukin gögn til að fá ökutækið skráð hér á landi. Á vef innanríkisráðuneytisins er fyrrgreind breyting á reglugerðinni til umsagnar. Breytingin felur í sér innleiðingu á tilskipun 2007/46/EB en markmið þeirrar tilskipunar Evrópusambandsins er að tryggja að ný ökutæki, íhlutir og aðskildar tæknieiningar sem sett eru á markað fyrir ökutæki uppfylli kröfur um öryggi og umhverfisvernd. Breytingarnar hafa í för með sér að innflytjendur ökutækja utan Evrópu þurfa að framvísa gögnum sem hingað til hefur ekki þurft við skráningu hjá Umferðarstofu. Þau gögn verða að koma frá framleiðanda ökutækisins eða frá viðurkenndri tækniþjónustu og í þeim þurfa eftirfarandi 15 atriði og upplýsingar að koma fram:Gerð ökutækisTegund ökutækisUndirtegund ökutækisVerksmiðjunúmerFramleiðandiSlagrýmiOrkugjafiBurðargeta einstakra ásaAfl hreyfils (kW)Hávaði við snúning; kyrrstöðumæling og akstursmælingLeyfð heildarþyngdEiginþyngdÚtblástursmengun (EURO staðall),Þyngd hemlaðs eftirvagnsÞyngd óhemlaðs eftirvagns Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi þann 1. maí nk. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Þurfa að leggja fram aukin gögn til að fá ökutæki skráð hér á landi. Fyrirhugaðar eru breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja sem í stuttu máli hefur í för með sér að innflytjendur ökutækja sem koma ekki frá Evrópu þurfa í framhaldi af gildistöku reglugerðarinnar 1. maí að leggja fram aukin gögn til að fá ökutækið skráð hér á landi. Á vef innanríkisráðuneytisins er fyrrgreind breyting á reglugerðinni til umsagnar. Breytingin felur í sér innleiðingu á tilskipun 2007/46/EB en markmið þeirrar tilskipunar Evrópusambandsins er að tryggja að ný ökutæki, íhlutir og aðskildar tæknieiningar sem sett eru á markað fyrir ökutæki uppfylli kröfur um öryggi og umhverfisvernd. Breytingarnar hafa í för með sér að innflytjendur ökutækja utan Evrópu þurfa að framvísa gögnum sem hingað til hefur ekki þurft við skráningu hjá Umferðarstofu. Þau gögn verða að koma frá framleiðanda ökutækisins eða frá viðurkenndri tækniþjónustu og í þeim þurfa eftirfarandi 15 atriði og upplýsingar að koma fram:Gerð ökutækisTegund ökutækisUndirtegund ökutækisVerksmiðjunúmerFramleiðandiSlagrýmiOrkugjafiBurðargeta einstakra ásaAfl hreyfils (kW)Hávaði við snúning; kyrrstöðumæling og akstursmælingLeyfð heildarþyngdEiginþyngdÚtblástursmengun (EURO staðall),Þyngd hemlaðs eftirvagnsÞyngd óhemlaðs eftirvagns Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi þann 1. maí nk.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent