Tesla söluhæsti rafmagnsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 08:45 Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent
Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent