Stolni Malibu Tarantino úr Pulp Fiction fundinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 16:19 John Travolta undir stýri á Malibu bílnum Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn. Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent
Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn.
Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent