Áhorfandi framdi sjálfsmorð í aksturskeppni Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 15:47 Auglýsingaskilti félags bandarískra byssueigenda, NRA, blasir hér við á brautinni Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent
Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent