Bílamarkaðurinn í Indlandi hrynur Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2013 16:00 Hefur vaxið um 30% á ári undanfarin ár en féll um 22,5% í mars. Gríðarhraður vöxtur bílamarkaðarins í Indlandi síðastliðin 10 ár hrundi með miklu látum síðastliðið ár. Í Indlandi gera menn upp fjárhagsárið um þessar mundir og niðurstaðan er minnkandi sala bíla um 6,7%. Það er þvert á þær væntingar sem bílaframleiðendur höfðu um markaðinn í Indlandi. Salan í mars einum var 22,5% minni en árið áður, svo tala má um mikið hrun. Á síðustu árum hefur markaðurinn vaxið um 30% á ári og undangengin ár hafa bílaframleiðendur veðjað mjög á þenna veldisvaxandi markað og sett gríðarlegt fjármagn í uppbyggingu þar. Það sem stöðvað hefur vöxtinn svo hratt nú eru háir vextir, mikil hækkun eldsneytisverðs og slæmt efnahagsástand. Afleiðingin er troðfullir sýningarsalir af bílum og barátta framleiðendanna um sem mestan afslátt á þeim. Alls ekki kræsileg staða, en stórir framleiðendur eins og Ford og Volkswagen ætla samt ekki að draga sig af markaðnum þar heldur þreyja þorrann því tækifærin eru enn til staðar í svo fjölmennu landi. Víst er þó að framleiðendurnir muni hætta við áframhaldandi fjárfestingar þar í landi og bíða átekta. Mest hrun í bílasölu hefur verið á litlum bílum en jepplingum hefur farnast betur. Í bjartsýniskasti bílaframleiðendanna voru spár um 9 milljón bíla sölu árið 2020 frá 2 milljón bíla sölu nú og fjárfestingar miðuðu við það. Hætt er við að þær spár verði endurskoðaðar. Þeim bílasala sem farnast hefur verst er heimafyrirtækið Tata og hefur sala þeirra fallið um 30% og sala hins ofuródýra Tata Nano bílsins sem sigra átti heiminn algerlega hrunið. Það er eins gott að Tata á Jaguar/Land Rover, sem gengur mjög vel þessa dagana. Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent
Hefur vaxið um 30% á ári undanfarin ár en féll um 22,5% í mars. Gríðarhraður vöxtur bílamarkaðarins í Indlandi síðastliðin 10 ár hrundi með miklu látum síðastliðið ár. Í Indlandi gera menn upp fjárhagsárið um þessar mundir og niðurstaðan er minnkandi sala bíla um 6,7%. Það er þvert á þær væntingar sem bílaframleiðendur höfðu um markaðinn í Indlandi. Salan í mars einum var 22,5% minni en árið áður, svo tala má um mikið hrun. Á síðustu árum hefur markaðurinn vaxið um 30% á ári og undangengin ár hafa bílaframleiðendur veðjað mjög á þenna veldisvaxandi markað og sett gríðarlegt fjármagn í uppbyggingu þar. Það sem stöðvað hefur vöxtinn svo hratt nú eru háir vextir, mikil hækkun eldsneytisverðs og slæmt efnahagsástand. Afleiðingin er troðfullir sýningarsalir af bílum og barátta framleiðendanna um sem mestan afslátt á þeim. Alls ekki kræsileg staða, en stórir framleiðendur eins og Ford og Volkswagen ætla samt ekki að draga sig af markaðnum þar heldur þreyja þorrann því tækifærin eru enn til staðar í svo fjölmennu landi. Víst er þó að framleiðendurnir muni hætta við áframhaldandi fjárfestingar þar í landi og bíða átekta. Mest hrun í bílasölu hefur verið á litlum bílum en jepplingum hefur farnast betur. Í bjartsýniskasti bílaframleiðendanna voru spár um 9 milljón bíla sölu árið 2020 frá 2 milljón bíla sölu nú og fjárfestingar miðuðu við það. Hætt er við að þær spár verði endurskoðaðar. Þeim bílasala sem farnast hefur verst er heimafyrirtækið Tata og hefur sala þeirra fallið um 30% og sala hins ofuródýra Tata Nano bílsins sem sigra átti heiminn algerlega hrunið. Það er eins gott að Tata á Jaguar/Land Rover, sem gengur mjög vel þessa dagana.
Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent