GM hefur 4% forskot á Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 08:45 Chevrolet SS mun seint verða stór hluti sölu GM, en hjálpar þó til GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent