95 bíla árekstur í Virginia-fylki Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2013 19:17 Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent
Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent