93 fiskar á land í Litluá Kristján Hjálmarsson skrifar 2. apríl 2013 09:00 Einn vænn af opnunardeginum. Myndin er fengin af vefnum Litlaá.is Mynd/Stefán Hrafnsson Alls komu 93 fiskar á land fyrsta veiðidaginn í Litluá í Kelduhverfi sem hlýtur að teljast aldeilis góð byrjun á veiðitímabilinu. Helmingur fiskanna var yfir 50 sentimetrar en bleikjur, birtingur og staðbundinn urriði veiddist, að því er segir á vef Litluár. Öllum fiskunum var sleppt. Litlaá í Kelduhverfi, sem er rúma 50 kílómetra austan við Húsavík, er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflueldum. Vatnið úr Brunnum er óvenju heitt og blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni, þannig er meðalhiti vatnsins í ánni um 12°C. Vaxtahraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er sjóbirtingsstofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi, að því er segir á vefnum Litlaá.is. Auk sjóbirtings og staðbundins urriða veiðist nokkuð magn af sjóbleikju og einnig er von um lax í Litluá. Árið 2004 kom á land stærsti sjóbirtingur landsins, 23 punda risi. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði
Alls komu 93 fiskar á land fyrsta veiðidaginn í Litluá í Kelduhverfi sem hlýtur að teljast aldeilis góð byrjun á veiðitímabilinu. Helmingur fiskanna var yfir 50 sentimetrar en bleikjur, birtingur og staðbundinn urriði veiddist, að því er segir á vef Litluár. Öllum fiskunum var sleppt. Litlaá í Kelduhverfi, sem er rúma 50 kílómetra austan við Húsavík, er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflueldum. Vatnið úr Brunnum er óvenju heitt og blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni, þannig er meðalhiti vatnsins í ánni um 12°C. Vaxtahraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er sjóbirtingsstofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi, að því er segir á vefnum Litlaá.is. Auk sjóbirtings og staðbundins urriða veiðist nokkuð magn af sjóbleikju og einnig er von um lax í Litluá. Árið 2004 kom á land stærsti sjóbirtingur landsins, 23 punda risi.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði