Topplaus Subaru BRZ með dísilvél Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2013 11:15 Verður fjórhjóladrifinn og fær aðstoð frá tveimur forþjöppum og rafmótorum. Hinn vinsæli tvíburabíll Subaru BRZ/Toyota GT-86 eignast enn fleiri systkyni á næstu árum því frá og með 2015 mun Subaru bjóða hann einnig sem blæjubíl og brennir hann þá dísilolíu. Blæjuútgáfan verður aðeins tveggja sæta. Dísilvélin verður með tveggja lítra sprengirými en að auki með tveimur forþjöppum. Þá hjálpa rafmótorar einnig til að að koma afli til allra hjólanna, því hann verður fjórhjóladrifinn eins og svo margir bílar Subaru. Ekki þarf að efast um að þessi uppskrift gerir þennan frábæra akstursbíl bara enn skemmtilegri og vafalaust margir sem bíða spenntir eftir bílnum. Það skrítnasta við þessa útgáfu er að hann mun aðeins fást í svörtum lit og minnir það um margt á T-Ford á sínum tíma, sem Henry Ford sagði a mætti fá í öllum regnbogans litum, bara ef hann væri keyptur svartur! Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent
Verður fjórhjóladrifinn og fær aðstoð frá tveimur forþjöppum og rafmótorum. Hinn vinsæli tvíburabíll Subaru BRZ/Toyota GT-86 eignast enn fleiri systkyni á næstu árum því frá og með 2015 mun Subaru bjóða hann einnig sem blæjubíl og brennir hann þá dísilolíu. Blæjuútgáfan verður aðeins tveggja sæta. Dísilvélin verður með tveggja lítra sprengirými en að auki með tveimur forþjöppum. Þá hjálpa rafmótorar einnig til að að koma afli til allra hjólanna, því hann verður fjórhjóladrifinn eins og svo margir bílar Subaru. Ekki þarf að efast um að þessi uppskrift gerir þennan frábæra akstursbíl bara enn skemmtilegri og vafalaust margir sem bíða spenntir eftir bílnum. Það skrítnasta við þessa útgáfu er að hann mun aðeins fást í svörtum lit og minnir það um margt á T-Ford á sínum tíma, sem Henry Ford sagði a mætti fá í öllum regnbogans litum, bara ef hann væri keyptur svartur!
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent