Japanskir bílaframleiðendur enn í vanda í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2013 09:15 Sala Mazda bíla í Kína minnkaði um 21,5% á fyrsta fjórðungi ársins Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent
Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent