Fríður, stór en kattliðugur Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2013 10:15 Var kjörinn bíll ársins í Evrópu árið 2009. Reynsluakstur - Opel InsigniaNú þegar Opel merkið er aftur orðið sýnilegt hér á landi er skemmtilegt að sjá að Opel bílar hafa selst bara ágætlega nú í byrjun árs, en samkvæmt skráningu Umferðarstofu hafa verið skráðir 13 nýir Opel bílar. Einn þeirra bíla sem vinsælastur er hjá Opel er stóri fjölskyldubíllinn Opel Insignia. Reyndur var langbaksgerð hans með öflugri tveggja lítra dísilvél og mjög vel búinn bíll að öllu leiti. Insignia er reyndar stór bíll, hvort sem er af venjulegri gerð eða sem langbakur. Báðar gerðir eru mikið fyrir augað, enda hefði ljótur bíll vart verið kjörinn bíll ársins í Evrópu árið 2009. Insignia er því langt frá því ný teikning en ári flott samt. Þar stendur kraftalegur bíll með bólgnum en vel formuðum línum.Frábær sæti en of lágur til loftsÞegar inn í bílinn er komið blasir ekki verra við, en reyndar var reynsluakstursbíllinn með sérstökum loftkældum leðursportsætum sem líta dásamlega út. Hann var reyndar líka með glerþaki og þar kemur einn af hönnunargöllum bílsins í ljós. Sitthvoru megin við glerið er þakið svo mikið tekið niður að meðalmaður á hæð rekst uppí nema stilla sætið í neðstu stöðu, sem er ekki endilega kostur margra. Hávaxinn farþegi varð reyndar að halla sæti sínu svo mikið að hann lá hreinlega í bílnum. Synd fyrir svo flottan bíl, en fyrir vikið er ekki hægt að mæla með því að taka bílinn með glerþaki (Panorama), því þetta vandamál er ekki til staðar án þess. Innréttingin í bílnum er lagleg og greinilega vel smíðuð, að hætti Opel, en hún fær heldur engin fegurðarverðlaun og er frekar lágstemmd. Þar sem Insignia er stór bíll er pláss í aftursæti einkar gott og rúmt og sætin þar góð. Skottið er að sama skapi nokkuð stórt, en þó er gólfið ansi hátt og plássið milli hliða ekki mikið og ekki alveg í samræmi við lengd skottsins. Fyrir vikið er heildarplássið nokkuð langt í frá því sem heildarlengd bílsins gefur til kynna. Geymsluhólf og drykkjastæði eru mörg og úthugsuð. Insignia er með miklum staðalbúnaði og að því leitinu skyldari japönskum en þýskum bílum að ekki þarf að sérpanta mikinn búnað þó markið sé sett hátt. Meðal staðalbúnaðar er upphitað stýri, aksturstölva, tölvustýrð miðstöð, loftkæling, rafmagnshandbremsa, regnskynjari og upphitaðir og aðdraganlegir speglar.Öflug dísilvél og fjórhjóladrifÍ reynsluakstursbílnum var ansi öflug dísilvél, tveggja lítra en með tveimur forþjöppum og skilar hún 195 hestöflum. Afl fer til allra hjólanna og fyrir vikið er þessi bíll kjörinn fyrir íslenskar aðstæður og ferðalög. Fjórhjóladrif, gott afl, og mikið pláss gera þennan bíl að ákjósanlegum ferðafélaga. Það var að nokkru reynt með stuttri ferð til nágrannasveitarfélags og þá gafst kostur til að sjá hvort bíllinn væri að auki sparneytinn á lengri ferðum. Uppgefin eyðsla hans í blönduðum akstri er 6,6 lítrar, en sú tala náðist reyndar ekki í langkeyrslu þó hoggið hafi hann nærri því. Bíllinn var hinsvegar afskaplega ánægjulegur í slíkum akstri og fjöðrun hans er til fyrirmyndar. Vélin er skemmtilega öflug með sín 195 hestöfl og nýta má afl vélarinnar á bestan hátt með Sport-stillingu. Eins og títt er þó með dísilvélar er tog hennar gott upp að 4.000 snúningum en hún deyr dálítið eftir það og því er betra að gíra upp og finna topp togkúrfunnar aftur í næsta gír. Stýringin í Insignia er nákvæm og tilfinning fyrir vegi ágæt, en það finnst þó að bílinn er stór og þungur, en reynsluakstursbíllinn var 1.843 kíló. Það skal þó áréttað að Insignia er frábær akstursbíll og erfitt er að finna samkeppnisbíla hans hvað stærð og verð varðar sem skemmtilegra er að aka. Eitt af því sem ætti að einkenna svo stóran bíl sem lagt er svo mikið í er hljóðeinangrun, en þar er Insignia örlítið ábótavant og vélarhljóð berst sérstaklega of mikið inn í farþegarýmið. Bremsur Insignia eru mjög góðar og pedalatilfinning hárrétt stillt.Ódýr í grunnútfærsluOpel Insignia er velkomin viðbót við stærri fjölskyldubíla. Hann vekur athygli fyrir fegurð og kraftalegt útlit og stærð hans er mörgum fjölskyldunum fagnaðarefni. Verð á Insignia Sedan er mjög gott, en ódýrasta gerð hans er á 5.090.000 kr. Opel Insignia 4x4 Sport Tourer með 195 hestafla vél er þó á 6.690.000 kr. og sjálfskipting og nokkrir konfektmolar sem hent var í reynsluakstursbílinn hleypir honum í 8.220.000 kr. Þá er kannski ekki lengur hægt að tala um ódýran bíl, en sannarlega er hann vel búinn og flottur. Þó má fá þennan fríða skutbíl með sömu öflugu vélinni og sjálfskiptan frá 7.450.000 kr.Kostir: Fagur sýnum, mikið rými, góðir aksturseiginleikarÓkostir: Lágt til þaks, vélarhljóð, dýr í bestu útfærslu 2,0 dísilvél, 2 forþjöppur, 195 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 174 g/km CO2 Hröðun: 8,8 sek. Hámarkshraði: 229 km/klst Verð: Frá 6.690.000 kr. Umboð: Opel á Íslandi (BL) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent
Var kjörinn bíll ársins í Evrópu árið 2009. Reynsluakstur - Opel InsigniaNú þegar Opel merkið er aftur orðið sýnilegt hér á landi er skemmtilegt að sjá að Opel bílar hafa selst bara ágætlega nú í byrjun árs, en samkvæmt skráningu Umferðarstofu hafa verið skráðir 13 nýir Opel bílar. Einn þeirra bíla sem vinsælastur er hjá Opel er stóri fjölskyldubíllinn Opel Insignia. Reyndur var langbaksgerð hans með öflugri tveggja lítra dísilvél og mjög vel búinn bíll að öllu leiti. Insignia er reyndar stór bíll, hvort sem er af venjulegri gerð eða sem langbakur. Báðar gerðir eru mikið fyrir augað, enda hefði ljótur bíll vart verið kjörinn bíll ársins í Evrópu árið 2009. Insignia er því langt frá því ný teikning en ári flott samt. Þar stendur kraftalegur bíll með bólgnum en vel formuðum línum.Frábær sæti en of lágur til loftsÞegar inn í bílinn er komið blasir ekki verra við, en reyndar var reynsluakstursbíllinn með sérstökum loftkældum leðursportsætum sem líta dásamlega út. Hann var reyndar líka með glerþaki og þar kemur einn af hönnunargöllum bílsins í ljós. Sitthvoru megin við glerið er þakið svo mikið tekið niður að meðalmaður á hæð rekst uppí nema stilla sætið í neðstu stöðu, sem er ekki endilega kostur margra. Hávaxinn farþegi varð reyndar að halla sæti sínu svo mikið að hann lá hreinlega í bílnum. Synd fyrir svo flottan bíl, en fyrir vikið er ekki hægt að mæla með því að taka bílinn með glerþaki (Panorama), því þetta vandamál er ekki til staðar án þess. Innréttingin í bílnum er lagleg og greinilega vel smíðuð, að hætti Opel, en hún fær heldur engin fegurðarverðlaun og er frekar lágstemmd. Þar sem Insignia er stór bíll er pláss í aftursæti einkar gott og rúmt og sætin þar góð. Skottið er að sama skapi nokkuð stórt, en þó er gólfið ansi hátt og plássið milli hliða ekki mikið og ekki alveg í samræmi við lengd skottsins. Fyrir vikið er heildarplássið nokkuð langt í frá því sem heildarlengd bílsins gefur til kynna. Geymsluhólf og drykkjastæði eru mörg og úthugsuð. Insignia er með miklum staðalbúnaði og að því leitinu skyldari japönskum en þýskum bílum að ekki þarf að sérpanta mikinn búnað þó markið sé sett hátt. Meðal staðalbúnaðar er upphitað stýri, aksturstölva, tölvustýrð miðstöð, loftkæling, rafmagnshandbremsa, regnskynjari og upphitaðir og aðdraganlegir speglar.Öflug dísilvél og fjórhjóladrifÍ reynsluakstursbílnum var ansi öflug dísilvél, tveggja lítra en með tveimur forþjöppum og skilar hún 195 hestöflum. Afl fer til allra hjólanna og fyrir vikið er þessi bíll kjörinn fyrir íslenskar aðstæður og ferðalög. Fjórhjóladrif, gott afl, og mikið pláss gera þennan bíl að ákjósanlegum ferðafélaga. Það var að nokkru reynt með stuttri ferð til nágrannasveitarfélags og þá gafst kostur til að sjá hvort bíllinn væri að auki sparneytinn á lengri ferðum. Uppgefin eyðsla hans í blönduðum akstri er 6,6 lítrar, en sú tala náðist reyndar ekki í langkeyrslu þó hoggið hafi hann nærri því. Bíllinn var hinsvegar afskaplega ánægjulegur í slíkum akstri og fjöðrun hans er til fyrirmyndar. Vélin er skemmtilega öflug með sín 195 hestöfl og nýta má afl vélarinnar á bestan hátt með Sport-stillingu. Eins og títt er þó með dísilvélar er tog hennar gott upp að 4.000 snúningum en hún deyr dálítið eftir það og því er betra að gíra upp og finna topp togkúrfunnar aftur í næsta gír. Stýringin í Insignia er nákvæm og tilfinning fyrir vegi ágæt, en það finnst þó að bílinn er stór og þungur, en reynsluakstursbíllinn var 1.843 kíló. Það skal þó áréttað að Insignia er frábær akstursbíll og erfitt er að finna samkeppnisbíla hans hvað stærð og verð varðar sem skemmtilegra er að aka. Eitt af því sem ætti að einkenna svo stóran bíl sem lagt er svo mikið í er hljóðeinangrun, en þar er Insignia örlítið ábótavant og vélarhljóð berst sérstaklega of mikið inn í farþegarýmið. Bremsur Insignia eru mjög góðar og pedalatilfinning hárrétt stillt.Ódýr í grunnútfærsluOpel Insignia er velkomin viðbót við stærri fjölskyldubíla. Hann vekur athygli fyrir fegurð og kraftalegt útlit og stærð hans er mörgum fjölskyldunum fagnaðarefni. Verð á Insignia Sedan er mjög gott, en ódýrasta gerð hans er á 5.090.000 kr. Opel Insignia 4x4 Sport Tourer með 195 hestafla vél er þó á 6.690.000 kr. og sjálfskipting og nokkrir konfektmolar sem hent var í reynsluakstursbílinn hleypir honum í 8.220.000 kr. Þá er kannski ekki lengur hægt að tala um ódýran bíl, en sannarlega er hann vel búinn og flottur. Þó má fá þennan fríða skutbíl með sömu öflugu vélinni og sjálfskiptan frá 7.450.000 kr.Kostir: Fagur sýnum, mikið rými, góðir aksturseiginleikarÓkostir: Lágt til þaks, vélarhljóð, dýr í bestu útfærslu 2,0 dísilvél, 2 forþjöppur, 195 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 174 g/km CO2 Hröðun: 8,8 sek. Hámarkshraði: 229 km/klst Verð: Frá 6.690.000 kr. Umboð: Opel á Íslandi (BL)
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent