Ford Focus söluhæsti bíll heims Finnur Thoracius skrifar 10. apríl 2013 08:45 Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent
Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent