Ford Focus söluhæsti bíll heims Finnur Thoracius skrifar 10. apríl 2013 08:45 Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár. Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent
Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár.
Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent