Jeep fyrir íslenskar aðstæður Finnur Thorlacius skrifar 21. mars 2013 09:01 Myndarlegur á 42 tommu dekkjum Jeep fékk Mopar í lið með sér til að breyta flestum framleiðslubílum sínum í torfærutröll. Þó flestir jeppar sem framleiddir eru í dag séu vart færir um annað en rúlla eftir malbiki hefur Jeep ekki alveg gleymt uppruna sínum. Jeep fékk Mopar í lið með sér til að gera flesta framleiðslubíla sína að öðru og meira en farartæki til að skutlast á í mollið. Allir eru þeir komnir á gróf dekk í yfirstærð og vel vopnum búnir að flestu leiti. Tilefnið er jeppasýning sem árlega er haldin um páskana, "Easter Jeep Safari" í Moab í Utah-fylki og er hver bíll aðeins framleiddur í einu eintaki. Bíllinn sem sést hér kallar framleiðandinn Wrangler Sand Trooper II. Hann er með 5,7 lítra Hemi vél og situr á 42 tommu dekkjum sem hækkar hann hressilega frá jörðu. Hér að neðan sjást fleiri breyttir Jeep bílar að hætti Mopar.Þessi ber nafnið Wrangler StichÞessi heitir Wrangler Mopar ReconJeep Cherokee TrailhawkWrangler Flattop Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Jeep fékk Mopar í lið með sér til að breyta flestum framleiðslubílum sínum í torfærutröll. Þó flestir jeppar sem framleiddir eru í dag séu vart færir um annað en rúlla eftir malbiki hefur Jeep ekki alveg gleymt uppruna sínum. Jeep fékk Mopar í lið með sér til að gera flesta framleiðslubíla sína að öðru og meira en farartæki til að skutlast á í mollið. Allir eru þeir komnir á gróf dekk í yfirstærð og vel vopnum búnir að flestu leiti. Tilefnið er jeppasýning sem árlega er haldin um páskana, "Easter Jeep Safari" í Moab í Utah-fylki og er hver bíll aðeins framleiddur í einu eintaki. Bíllinn sem sést hér kallar framleiðandinn Wrangler Sand Trooper II. Hann er með 5,7 lítra Hemi vél og situr á 42 tommu dekkjum sem hækkar hann hressilega frá jörðu. Hér að neðan sjást fleiri breyttir Jeep bílar að hætti Mopar.Þessi ber nafnið Wrangler StichÞessi heitir Wrangler Mopar ReconJeep Cherokee TrailhawkWrangler Flattop
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent