Ford borgar 23,6 milljónir á mann og lokar í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2013 00:01 Með síðustu bílum Ford sem smíðaðir verða í Genk Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent