Audi hefur ekki undan að framleiða A6 og A7 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 10:15 Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent
Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent