Kínverskur 900 hestafla ofurbíll Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2013 10:45 Örlítið í felum ennþá en verður kynntur í Shanghai bráðlega Hannaður af Samuel Chaffart sem teiknað hefur Nissan og Jaguar-Land Rover bíla. Auðvitað vilja Kínverjar líka taka þátt í ofurbílaelítunni ásamt McLaren P1, Ferrari LaFerrari og Lamborghini Veneno sem kynntir voru á bílasýningunni í Genf um daginn. Þeirra framlag, frá framleiðandanum Icona í Shanghai verður kynntur á bílasýningunni í Shanghai í næsta mánuði. Bíllinn er teiknaður af Samuel Chaffart sem teiknað hefur bíla fyrir Nissan og Jaguar-Land Rover. Hann er með tólf strokka vél og með aðstoð nokkurra rafmótora skilar hann 900 hestöflum til hjólanna. Icona hefur samt ekki kallað hann Hybrid-bíl, en samkvæmt skilgreiningu er hann það samt. Icona er aðeins tveggja sæta en getur hent þeim tveimur farþegum í 200 kílómetra hraða á innan við 10 sekúndum og hefur hámarkshraða uppá 348 km/klst. Þessi bíll hefur aðeins verið framleiddur í einu eintaki, en aldrei er að vita hvað síðar verður. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent
Hannaður af Samuel Chaffart sem teiknað hefur Nissan og Jaguar-Land Rover bíla. Auðvitað vilja Kínverjar líka taka þátt í ofurbílaelítunni ásamt McLaren P1, Ferrari LaFerrari og Lamborghini Veneno sem kynntir voru á bílasýningunni í Genf um daginn. Þeirra framlag, frá framleiðandanum Icona í Shanghai verður kynntur á bílasýningunni í Shanghai í næsta mánuði. Bíllinn er teiknaður af Samuel Chaffart sem teiknað hefur bíla fyrir Nissan og Jaguar-Land Rover. Hann er með tólf strokka vél og með aðstoð nokkurra rafmótora skilar hann 900 hestöflum til hjólanna. Icona hefur samt ekki kallað hann Hybrid-bíl, en samkvæmt skilgreiningu er hann það samt. Icona er aðeins tveggja sæta en getur hent þeim tveimur farþegum í 200 kílómetra hraða á innan við 10 sekúndum og hefur hámarkshraða uppá 348 km/klst. Þessi bíll hefur aðeins verið framleiddur í einu eintaki, en aldrei er að vita hvað síðar verður.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent