Helgarmaturinn - Eggin hans Benedikts 29. mars 2013 08:30 Þórdís Harpa Lárusdóttir. Þórdís Harpa Lárusdóttir flugfreyja ætlar að bjóða fjölskyldunni uppá þennan ljúffenga morgunverð um páskana. "Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur, frábært að gera hann á góðum páskamorgni í náttfötunum, sósan er líka svo fallega páskagul á litinn. Svo heitir sonur minn líka Benedikt þannig að þessi réttur stendur okkur mjög nærri." Eggin hans Benedikts fyrir 4 fyrir 44 EggCa 2-3 msk edik3 eggjarauður250 gr smjörKlípa af blautum kjötkrafti(ég nota Oswald og finnst hann bestur, fæst í Fjarðarkaupum)Safi úr ca hálfri lítilli sítrónuÞykkar sneiðar af góðri reyktri skinkuGott súrdeigsbrauðVatn sett í góðan pott, edikið sett út í og vatnið látið ná léttri suðu. Eggin eru svo brotin beint yfir létt sjóðandi edikvatnið, eitt í einu, (passa að gefa þeim hvert sitt pláss) leyfa þeim að malla í vatninu í ca 3 min,eða þangað til að það er ca hálfsoðið, mér finnst best að hafa rauðuna lina. Taka eggin upp úr vatninu með gataspaða, þannig að allt vatnið renni af þeim. Smjörið er brætt í litlum potti með kjötktraftinum (á að vera heitt en ekki sjóðandi) eggjarauðurnar þeyttar, kjötkraftssmjörinu með sítrónusafanum bætt varlega útí eggin í mjórri bunu og þeytt áfram, smakkað til og hægt að þynna með meira smjöri eða sítrónusafa eftir vild. Brauðið er ristað,skinkan steikt og lögð ofan á brauðið, eggin koma þar á eftir, og í lokin sósan sett yfir allt saman. Yndislegt, ljúffengt og gott. Egg Benedict Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið
Þórdís Harpa Lárusdóttir flugfreyja ætlar að bjóða fjölskyldunni uppá þennan ljúffenga morgunverð um páskana. "Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur, frábært að gera hann á góðum páskamorgni í náttfötunum, sósan er líka svo fallega páskagul á litinn. Svo heitir sonur minn líka Benedikt þannig að þessi réttur stendur okkur mjög nærri." Eggin hans Benedikts fyrir 4 fyrir 44 EggCa 2-3 msk edik3 eggjarauður250 gr smjörKlípa af blautum kjötkrafti(ég nota Oswald og finnst hann bestur, fæst í Fjarðarkaupum)Safi úr ca hálfri lítilli sítrónuÞykkar sneiðar af góðri reyktri skinkuGott súrdeigsbrauðVatn sett í góðan pott, edikið sett út í og vatnið látið ná léttri suðu. Eggin eru svo brotin beint yfir létt sjóðandi edikvatnið, eitt í einu, (passa að gefa þeim hvert sitt pláss) leyfa þeim að malla í vatninu í ca 3 min,eða þangað til að það er ca hálfsoðið, mér finnst best að hafa rauðuna lina. Taka eggin upp úr vatninu með gataspaða, þannig að allt vatnið renni af þeim. Smjörið er brætt í litlum potti með kjötktraftinum (á að vera heitt en ekki sjóðandi) eggjarauðurnar þeyttar, kjötkraftssmjörinu með sítrónusafanum bætt varlega útí eggin í mjórri bunu og þeytt áfram, smakkað til og hægt að þynna með meira smjöri eða sítrónusafa eftir vild. Brauðið er ristað,skinkan steikt og lögð ofan á brauðið, eggin koma þar á eftir, og í lokin sósan sett yfir allt saman. Yndislegt, ljúffengt og gott.
Egg Benedict Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið