Suzuki hættir í Kanada líka Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2013 11:45 Suzuki Kizashi er einn þeirra bíla sem hverfur af markaði í Bandaríkjunum og Kanada Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent
Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent