Viðskipti erlent

NYSE með áætlun um viðskipti alfarið án verðbréfamiðlara

Kauphöllin í New York (NYSE) er að gera áætlun um að rafræn viðskipti með tölvum verði möguleg án þess að nokkur verðbréfamiðlari komi að þeim á aðalmarkaði sínum.

Þetta á að vera varakerfi fyrir viðskiptin ef náttúruhamfarir á borð við ofsveðrið Sandy loka kauphöllinni að nýju. Þegar Sandy reið yfir New York í fyrra þurfti að loka kauphöllinni í fyrsta sinn í yfir 120 ár vegna veðurs.

Í frétt um málið á Reuters segir að ef þessi staða kemur upp aftur sé ætlun kauphallarinnar að beina öllum viðskiptum yfir á systurmarkað sinn, Arca, en á honum fara öll viðskipti fram rafrænt í gegnum tölvukerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×