Toyota i-Road dansar á Rívíerunni Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 11:45 Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent