Toyota i-Road dansar á Rívíerunni Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 11:45 Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent
Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent