Fjögurra strokka Mustang Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2013 13:45 Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent
Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent