Sleppa við hraðasektir vegna rangrar leturgerðar 13. mars 2013 14:15 Umrædd ljós eru með of granna stafi og ekki samkvæmt reglugerð Þúsundir ökumanna í Bretlandi prísa sig sæla. Ósjaldan hefur heyrst að mál hafi verið felld niður vegna formgalla eða tæknilegra atriða, en ekki oft um umferðalagabrot. Mál þetta varðar heldur ekki fáa, heldur þúsundir ökumanna. Þeir voru allir sakaðir um of hraðan akstur á M42 hraðbrautinni vestur af Coventry í Bretlandi. Þar eru upplýst merki sem gefa til kynna hámarkshraðann hverju sinni, sem breyst getur eftir umferðarþunga, tíma dags eða umferðaróhöppum. Nú hafa dómarar fundið út að stafirnir sem sýna hámarkshraðann eru í of mjórri leturgerð og fyrir vikið ógreinilegir. Fyrir vikið sleppa allir þeir sem fengu hraðasektir á umræddum vegi í fyrra við að borga sektirnar. Vitnað er í dómnum um þau lög sem gilda um slík skilti en þar er ákvæði um stærð og breidd stafa. Þeir eru margir lagakrókarnir en þessi sparaði mörgum fé. Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent
Þúsundir ökumanna í Bretlandi prísa sig sæla. Ósjaldan hefur heyrst að mál hafi verið felld niður vegna formgalla eða tæknilegra atriða, en ekki oft um umferðalagabrot. Mál þetta varðar heldur ekki fáa, heldur þúsundir ökumanna. Þeir voru allir sakaðir um of hraðan akstur á M42 hraðbrautinni vestur af Coventry í Bretlandi. Þar eru upplýst merki sem gefa til kynna hámarkshraðann hverju sinni, sem breyst getur eftir umferðarþunga, tíma dags eða umferðaróhöppum. Nú hafa dómarar fundið út að stafirnir sem sýna hámarkshraðann eru í of mjórri leturgerð og fyrir vikið ógreinilegir. Fyrir vikið sleppa allir þeir sem fengu hraðasektir á umræddum vegi í fyrra við að borga sektirnar. Vitnað er í dómnum um þau lög sem gilda um slík skilti en þar er ákvæði um stærð og breidd stafa. Þeir eru margir lagakrókarnir en þessi sparaði mörgum fé.
Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent