Stútur kærir áfengissalana Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2013 17:00 Drap tvo unglinga með ölvunarakstri sínum. Síbrotamaður í New Mexico fylki í Bandaríkjunum sem oft hefur verið tekinn fyrir ölvunarakstur og drap tvo unglinga eftir að hafa ekið á bíl þeirra drukkinn hefur nú kært þá sem seldu honum áfengi fyrir atvikið. Kærurnar beinast að tveimur veitingastöðum og drykkjufélaga stútsins vegna þess að þeir ollu honum frelsissviptingu og rændu hann lífsgleðinni með því að hafa stuðlað að áfengisdrykkju hans árið 2010, er atvikið átti sér stað. Maðurinn sem heitir James Ruiz ók á bíl sem í voru 17 og 19 ára unglingar og létu þeir báðir lífið við áreksturinn. Var Ruiz dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir vikið. Ruiz var í þetta skiptið handtekinn í fimmta skiptið fyrir ölvunarakstur. Hann var þá með þrefalt það magn sem leyfilegt er í blóðinu af áfengi. Kæra Ruiz hefur ekki enn verið tekin fyrir en ólíklegt má teljast að hann vinni málið, en þó er ekkert öruggt þegar kemur að réttarkerfi Bandaríkjanna. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Drap tvo unglinga með ölvunarakstri sínum. Síbrotamaður í New Mexico fylki í Bandaríkjunum sem oft hefur verið tekinn fyrir ölvunarakstur og drap tvo unglinga eftir að hafa ekið á bíl þeirra drukkinn hefur nú kært þá sem seldu honum áfengi fyrir atvikið. Kærurnar beinast að tveimur veitingastöðum og drykkjufélaga stútsins vegna þess að þeir ollu honum frelsissviptingu og rændu hann lífsgleðinni með því að hafa stuðlað að áfengisdrykkju hans árið 2010, er atvikið átti sér stað. Maðurinn sem heitir James Ruiz ók á bíl sem í voru 17 og 19 ára unglingar og létu þeir báðir lífið við áreksturinn. Var Ruiz dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir vikið. Ruiz var í þetta skiptið handtekinn í fimmta skiptið fyrir ölvunarakstur. Hann var þá með þrefalt það magn sem leyfilegt er í blóðinu af áfengi. Kæra Ruiz hefur ekki enn verið tekin fyrir en ólíklegt má teljast að hann vinni málið, en þó er ekkert öruggt þegar kemur að réttarkerfi Bandaríkjanna.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent