Veiðitímabilið hefst eftir tvær vikur Kristján Hjálmarsson skrifar 16. mars 2013 08:00 Vorveiði. Tungufljót í Biskupstungum opnar þann 1. apríl næstkomandi. Mynd/Þorsteinn E. Sæmundsen Nú eru rétt um tvær vikur þar til vorveiðitímabilið hefst en fyrstu árnar og vötnin opna þann 1. apríl. Hjá Lax-á verður opnað fyrir svæði í Galtalæk, Ásgarði í Sogi, Tannastaðatanga í Sogi, og silungasvæðið í Tungufljóti í Biskupstungum. Vorveiði í Blöndu hefst svo 15. apríl. „Mér finnst eftirspurnin eftir vorveiðinni vera að aukast um þessar. Það virðist sem fiðringurinn hafi færst yfir veiðimenn í vikunni," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. „Vorveiðileyfin eru nú frekar ódýr og menn eru nú ekki að setja fyrir sér að eyða nokkrum þúsund köllum í þau." Vorveiðileyfin hjá Lax-á eru frá 4 þúsund krónum á stöngina á í Tungufljótum upp í 8.500 krónum á stöngina í Soginu í Ásgarði. Í Galtalæk kostar stöngin í kringum 10 þúsund krónur. Vorveiðin í Blöndu hefst sem fyrr segir þann 15. apríl og hefur áhuginn á henni aukist töluvert, að sögn Árna. Þótt veiði sé kannski ekki mikil segir Árni að hún sé kannski meira aukaatriði á þessum árstíma. Hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) opna Varmá og Tungufljótið þann 1. apríl. Fyrstu tvær vikurnar í síðarnefndu ána eru nánast uppseldar en töluvert er eftir að leyfum í Varmá í Hveragerði. „Fólk vill nú stundum bíða eftir langtíma veðurspánni enda hefur það oft gerst að Hellisheiðin lokast vegna veðurs á þessum árstíma," segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri SVFR. Að sögn Haraldar er veiðin oftast nær góð í Tungufljótinu og Varmá. Veiðin í Tungufljóti hafi þó ekki verið sérstaklega góð í fyrra. „Þá voraði líka snemma og það virtist sem fiskurinn hafi þegar verið gengið niður. En það er oftast nær öruggasta vorveiðin í þessum ám. Tungufljótið verður stundum óveiðandi vegna leysinga en það verður varla núna það sem það er enginn snjór," segir Haraldur. Meðal annarra svæða sem opna þann 1. apríl má nefna nokkur vötn eins og til dæmis Vífilsstaðavatn. Ennfremur opnar Húseyjarkvísl og Minnivallalækur, en Veiðiþjónustan Strengir selur leyfi í hann. Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði
Nú eru rétt um tvær vikur þar til vorveiðitímabilið hefst en fyrstu árnar og vötnin opna þann 1. apríl. Hjá Lax-á verður opnað fyrir svæði í Galtalæk, Ásgarði í Sogi, Tannastaðatanga í Sogi, og silungasvæðið í Tungufljóti í Biskupstungum. Vorveiði í Blöndu hefst svo 15. apríl. „Mér finnst eftirspurnin eftir vorveiðinni vera að aukast um þessar. Það virðist sem fiðringurinn hafi færst yfir veiðimenn í vikunni," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. „Vorveiðileyfin eru nú frekar ódýr og menn eru nú ekki að setja fyrir sér að eyða nokkrum þúsund köllum í þau." Vorveiðileyfin hjá Lax-á eru frá 4 þúsund krónum á stöngina á í Tungufljótum upp í 8.500 krónum á stöngina í Soginu í Ásgarði. Í Galtalæk kostar stöngin í kringum 10 þúsund krónur. Vorveiðin í Blöndu hefst sem fyrr segir þann 15. apríl og hefur áhuginn á henni aukist töluvert, að sögn Árna. Þótt veiði sé kannski ekki mikil segir Árni að hún sé kannski meira aukaatriði á þessum árstíma. Hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) opna Varmá og Tungufljótið þann 1. apríl. Fyrstu tvær vikurnar í síðarnefndu ána eru nánast uppseldar en töluvert er eftir að leyfum í Varmá í Hveragerði. „Fólk vill nú stundum bíða eftir langtíma veðurspánni enda hefur það oft gerst að Hellisheiðin lokast vegna veðurs á þessum árstíma," segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri SVFR. Að sögn Haraldar er veiðin oftast nær góð í Tungufljótinu og Varmá. Veiðin í Tungufljóti hafi þó ekki verið sérstaklega góð í fyrra. „Þá voraði líka snemma og það virtist sem fiskurinn hafi þegar verið gengið niður. En það er oftast nær öruggasta vorveiðin í þessum ám. Tungufljótið verður stundum óveiðandi vegna leysinga en það verður varla núna það sem það er enginn snjór," segir Haraldur. Meðal annarra svæða sem opna þann 1. apríl má nefna nokkur vötn eins og til dæmis Vífilsstaðavatn. Ennfremur opnar Húseyjarkvísl og Minnivallalækur, en Veiðiþjónustan Strengir selur leyfi í hann.
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði